Það var einu sinni um hávetur í ákafrisnjókomu, að drottning nokkur sat viðgluggann í höllinni sinni, og var að sauma.En gluggagrindin var úr hrafnsvörtu«íbenholti»[1]. Henni varð þá litið út umgluggann á mjöllina, sem hlóðst niður ígluggatóptina, og sem var svo drifthvítað það var undur. Hún stakk sig þá ánálinni í fingurinn, svo að það hrutuniður fá-einir blóðdropar á gluggakistuna.En þegar hún sá, hversu hið rauða varfagurt hjá drifthvítri mjöllinni, þá hugsaðihún með sjálfri sjer: «Það vildi jeg aðjeg ætti mjer svo lítið barn, eins hvíttog mjöll, eins rautt og blóð, og einssvart og gluggagrindin sú arna.»
Skömmu síðar eignaðist drottninginofur-litla dóttur, sem var eins hörundsbjörtog mjöll, eins fagurrjóð og blóð,og eins hrafnsvört á hár eins og «íbenholt».Af þessu var hún kölluð Mjallhvít.En stuttu eptir fæðingu hennarandaðist drottningin, móðir hennar.
Árið eptir tók konungurinn sjer aðradrottningu. Það var dáindis fríð kona,en ákaflega drambsöm. Hún gat ekkivitað það, að neinn kvennmaður væri sjerfríðari.
Þessi nýja drottning átti sjer fáránleganspegil, sem hún var vön að skoða sig í,og segja:
Og af því að hún vissi, að spegillinnfór aldrei með ósannindi, þá var húnánægð, þegar hann sagði:
„Frú mín, drottning, fegri þjer
finnst ei nein á landi hjer!“
En Mjallhvít konungsdóttir óx upp ogvarð einatt fríðari, og þegar hún varorðin 7 ára gömul, þá bar hún af öllumkonum, og var miklu fríðari en drottningin,stjúpa hennar. Þá var það einusinni sem optar, að drottningin gekk aðspeglinum og mælti:
„Spegill, spegill, herm þú: hver
hjer á landi fríðust er!“
Þá svaraði spegillinn, og sagði:
„Frú mín, drottning, fríð sem engill þú er,
en af þjer samt hún Mjallhvít í fríðleika ber!“
Þegar drottning heyrði þetta, þá varðhenni bilt mjög við, og fölnaði upp aföfund og reiði. Upp frá þeirri stundugat hún aldrei litið Mjallhvít rjettu auga;svo var henni illa við barnið. Öfund ogdrambsemi lögðust nú svo þungt á hinavondu konu, að hún ætlaði að sálast,og hafði engan stundlegan frið, hvorkidag nje nótt. Hún kallaði þá loks fyrirsig einn af veiðimönnum konungs ogsagði: «Far þú með hana Mjallhvít litlulangt út á skóg; því jeg get ekki horftá hana framar. Þar skalt þú drepa hana,og færa mjer úr henni lifur og lungutil merkis um, að þú hafir gjört eins ogjeg sagði þjer.»
Veiðimaðurinn fór þá á stað meðMjallhvít, og þegar hann kom út áskóginn, dróg hann sverð sitt úr sliðrum,og ætlaði að reka hana í gegn með því.Hún fjell þá á knje fyrir honum, spenntigreipar, leit á hann, biðjandi vonaraugum